Andri Fannar Baldursson gekkst á dögunum undir aðgerð á ökkla og verður frá næstu 2-3 mánuðina. Þetta staðfestir Andri í samtali við Fótbolta.net.
Andri er 22 ára miðjumaður sem spilaði sinn síðasta leik fyrir Elfsborg, í bili hið minnsta, gegn Athletic Club í lok nóvember. Hann er á láni hjá sænska félaginu frá ítalska félaginu Bologna út þetta ár.
Andri er 22 ára miðjumaður sem spilaði sinn síðasta leik fyrir Elfsborg, í bili hið minnsta, gegn Athletic Club í lok nóvember. Hann er á láni hjá sænska félaginu frá ítalska félaginu Bologna út þetta ár.
„Ég var búinn að drepast í ökklanum í smá tíma og þegar ákveðið var að skoða þetta betur þá kom í ljós að ég var með tvö slitin liðbönd í ökkla og fleira sem þurfti að laga," segir Andri.
Hann missir af síðustu þremur leikjum Elfsborg í Evrópudeildinni. Elfsborg er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í Evrópudeildinni og er sem stendur stigi frá umspili um sæti í 16-liða úrslitum.
Elfsborg reyndi að kaupa Andra frá Bologna í sumar en ítalska félagið hafnaði því.
Athugasemdir