Edoardo Bove, miðjumaður Fiorentina, gekkst undir aðgerð í dag þar sem bjargráður var græddur í hann. Rúm vika er síðan hann varð fyrir hjartastoppi í leik gegn Inter.
Hjartastuðtæki var notað til að koma hjartanu aftur í gang.
Hjartastuðtæki var notað til að koma hjartanu aftur í gang.
Bove hefur verið á Careggi sjúkrahúsinu í Flórens síðan hann var fluttur þangað 1. desember, eftir að hafa skyndilega misst meðvitund á vellinum.
Reglur í ítölsku deildinni segja til um að leikmenn megi ekki spila á ítalíu með bjargráð og því vangaveltur um hvort Bove hafi leikið sinn síðasta leik á Ítalíu. Það er hinsvegar hægt að fjarlægja þann bjargráð sem var græddur í hann og því óvíst hvað verður.
Bove er 22 ára miðjumaður og er hjá Fiorentina á láni frá Roma.
Athugasemdir