La Gazzetta dello Sport segir staðfest að hjartastopp hafi verið ástæðan fyrir því að Edoardo Bove, leikmaður Fiorentina, missti meðvitund í leik gegn Inter á sunnudag.
Hjartastuðtæki var notað til að koma hjartanu aftur í gang. Bove var fluttur á sjúkrahús með hraði. Hann er enn á sjúkrahúsinu en ekki lengur á gjörgæslu.
Hjartastuðtæki var notað til að koma hjartanu aftur í gang. Bove var fluttur á sjúkrahús með hraði. Hann er enn á sjúkrahúsinu en ekki lengur á gjörgæslu.
Leik var hætt eftir þetta óhugnanlega atvik en Bove féll til jarðar á 16. mínútu þegar enginn leikmaður var nálægur. Hann yfirgaf leikvanginn með sjúkrabíl en næsta sjúkrahús er sex kílómetrum frá vellinum.
Bove hefur verið að gangast undir skoðanir en er með fullri meðvitund og hefur spjallað við fjölskyldumeðlimi, vini og liðsfélaga sem hafa heimsótt hann á sjúkrahúsið í Flórens.
Foreldrar Bove og unnusta hans voru á vellinum þegar atvikið gerðist og leið yfir móður hans. Hún heimsótti son sinn svo á sjúkrahúsið þegar hún hafði náð meðvitund. Fiorentina á bikarleik í kvöld gegn Empoli og ætlar Bove að horfa á leikinn í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsinu.
Eins og áður segir var leik hætt á sunnudag en ítalskir fjölmiðlar segja líklegast að leikurinn verði spilaður í febrúar.
Athugasemdir