Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. janúar 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Góð lausn fyrir báða aðila - „Erum spennt að fá hann enn betri til baka"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í dag var greint frá því að Valur hefði fengið Ágúst Eðvald Hlynsson að láni frá danska félaginu Horsens. Ágúst verður hjá Val út komandi tímabil á Íslandi.

Eftir tímabilið á hann eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska félagið og hann er áfram hluti af framtíðarsýn félagsins ef marka má þjálfara og íþróttastjóra liðsins.

„Fyrri hluti tímabilsins breytti því ekki að Ágúst er enn á jaðri leikmannahópsins. Svo það er aftur skynsamlegt fyrir hann að vera áfram á Íslandi þar sem hann fær að spila. Valur er eitt af bestu íslensku félögunum þannig að hann er á góðum stað og það mun gera þróun hans sem leikmanns gott," sagði Erik Søndergård, íþrótta- og hæfileikastjóri Horsens.

Ágúst var á láni hjá FH fyrri hluta síðasta tímabils en tækifærin hjá Horsens voru af skornum skammti fyrri hluta danska tímabilsins.

Þjálfari Horsens, Jens Berthel Askou, bætti við:

„Ágúst er með frábært viðhorf og leggur hart að sér til það verða enn betri og hann á skilið meiri spiltíma en við getum boðið honum. Það er mikils samkeppni í liðinu og leikmenn sem hann keppir við hafa staðið sig mjög vel."

„Hann þarf á því að halda til að spila svo hann haldi sæti sínu í U21 árs landsliðinu, hann getur gert það hjá einu af stærstu félögum Íslands, þetta er góð lausn fyrir báða aðila. Við erum spennt að fá hann enn betri til baka,"
sagði Jens.

Viðtal við Ágúst frá því í síðustu viku má sjá hér að neðan.
Staða Ágústs ekki nógu góð - Færir sig líklega til í Skandinavíu
Athugasemdir
banner
banner