Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2023 10:49
Elvar Geir Magnússon
Romeo Beckham fór á kostum í fyrsta leik - Pabbi meðal áhorfenda í rigningunni
Romeo Beckham í leiknum í gær.
Romeo Beckham í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Romeo Beckham hafði „ótrúleg áhrif“ í sínum fyrsta leik með varaliði Brentford, að sögn þjálfarans Neil MacFarlane. Romeo er sonur David Beckham sem átti stórkostlegan feril með Manchester United, Real Madrid, enska landsliðinu og fleiri liðum.

Romeo, sem er 20 ára gamall, skrifaði nýlega undir samning við Brentford og byrjaði á bekknum gegn Erith & Belvedere FC í gær. Hann kom inn þegar 35 mínútur voru eftir en Brentford B vann leikinn 3-2.

„Romeo var klárlega drifkraftur okkar í stöðu vængbakvarðar. Hann skapaði góðar stöður fyrir okkur með frábærum sendingum. Ég er gríðarlega ánægður með hann og allt liðið," sagði MacFarlane eftir leikinn.

Romeo er á láni frá Inter Miami en pabbi hans, sem var einmitt viðstaddur leikinn í gær, er í eigendahópi félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner