Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 11. febrúar 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton náði samkomulagi við Nordsjælland (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion er búið að ná samkomulagi við danska félagið FC Nordsjælland varðandi kaup á Ibrahim Osman næsta sumar.

Brighton borgar um 16 milljónir punda fyrir þennan kantmann frá Gana, sem er 19 ára gamall og hefur komið að 9 mörkum í 29 leikjum með Nordsjælland á tímabilinu.

Brighton er búið að ná samkomulagi við Osman um fimm ára samning sem gildir til sumarsins 2029, en hann er annar leikmaðurinn sem Brighton krækir í frá Nordsjælland á tveimur árum eftir að félagið keypti Simon Adingra sumarið 2022.

Báðir fóru þessir kantmenn í gegnum Right to Dream akademíuna áður en þeir héldu til Nordsjælland og létu ljós sitt skína í danska boltanum.

Ef allt gengur upp þá verða þeir liðsfélagar hjá Brighton á næstu leiktíð.

Osman á ekki landsleik að baki fyrir Gana en Adingra, sem er tveimur árum eldri, er kominn með 8 landsleiki fyrir Fílabeinsströndina.

Brighton borgaði um 6 milljónir punda til að kaupa Adingra fyrir tveimur árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner