Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 20:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill halda Antony lengur hjá Betis - „Af hverju ekki?"
Mynd: EPA
Antony hefur byrjað vel hjá Real Betis en þessi 24 ára gamli vængmaður er á láni frá Man Utd.

Antony gekk til liðs við Betis á láni undir lok félagaskiptagluggans í janúar og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum.

Það gekk lítið upp hjá honum í búning Man Utd en hann hefur skorað tólf mörk og lagt upp fimm í 96 leikjum fyrir liðið. Hann skoraði aðeins eitt á þessu tímabili og það kom í deildabikarnum.

Hann skoraði annað af mörkum liðsins í 3-2 tapi gegn Celta Vigo um helgina.

Ramon Alarcon, framkvæmdastjóri Betis, vill halda Antony hjá félaginu eftir tímabilið.

„Framkvæmdastjóri Man Utd hringdi í mig um daginn, við sendum þeim öll smáatriði um leikmanninn í ivkunni svo þeir sjái að við erum að sjá um hann. Við eigum í góðu sambandi við Man Utd og Antony. Það er möguleiki að við munum halda honum áfram á næsta tímabili, af hverju ekki?" sagði Alarcon.
Athugasemdir
banner
banner