Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þórdís Embla og bandarískur leikmaður í Gróttu (Staðfest)
Mynd: Grótta
Grótta hefur nælt í nælt í bandarískan leikmann en sú heitir Ryanne Molenaar en hún mun taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.

Molenaar hefur leikið í Bandaríkjunum og Austurríki á sínum ferli.

Þá hefur Grótta fengið Þórdísi Emblu Sveinbjörnsdóttur frá Víking.

Hún kemur á láni út tímabilið en Þórdís er fædd árið 2007 og hóf meistarafloksferil sinn síðasta sumar og lék fimm leiki með Víkingi og sjö leiki á láni hjá Fram.

„Ég hlakka til að vaxa sem bæði leikmaður og persóna með Gróttusamfélaginu sem hefur tekið afar vel á móti mér. Hér ríkir mikill metnaður á sama tíma og félagið er greinilega “fjölskylduklúbbur” þar sem fólk hugsar hvert um annað. Það eru spennandi hlutir að gerast í Gróttu og ég hlakka til að vera hluti af þessu góða liði á komandi sumri," er haft eftir Molenaar í tilkynningu Gróttu.

„Við erum hæstánæg með að fá Ryanne inn í hópinn. Hún er snögg og tæknilega sterk og mun án vafa styrkja sóknarleik liðsins. Við hlökkum til að fá hana inn á völlinn í bláu treyjunni og erum viss um að henni muni bæði fylgja mörk og stoðsendingarm,” er haft eftir Dom Ankers, þjálfara Gróttu.


Athugasemdir
banner
banner
banner