Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stúka nefnd í höfuðið á Curbishley
Alan Curbishley og Eggert Magnússon eftir að Eggert réð hann til West Ham á sínum tíma.
Alan Curbishley og Eggert Magnússon eftir að Eggert réð hann til West Ham á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Charlton Athletic ætlar að endurnefna stúku á heimavelli sínum, The Valley Stadium, í höfuðið á fyrrum leikmanni sínum og knattspyrnustjóra, Alan Curbishley.

Austurstúkan á vellinum mun bera heitið 'Alan Curbishley stúkan, frá og með næsta tímabili.

Hinn 63 ára gamli Curbishley spilaði 98 leiki fyrir Charlton sem leikmaður og var í 15 ár sem knattspyrnustjóri liðsins, frá 1991 til 2006.

„Það kom mér mjög á óvart þegar ég frétti þetta. Charlton hefur spilað stórt hlutverk í mínu lífi og þetta er mikill heiður fyrir mig," sagði Curbishley um tíðindin.

Curbishley kom Charlton upp í úrvalsdeildina þegar hann var stjóri þar og var uppi frá 2000 til 2007. Félagið er núna í C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner