Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. maí 2022 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic tryggði sér titilinn með jafntefli í Dundee
Mynd: EPA

Celtic er búið að tryggja sér Skotlandsmeistaratitilinn eftir eitt ár í pásu þegar Rangers vann í fyrra. Celtic hefði unnið tíunda titilinn í röð ef ekki fyrir erkifjendurna sem risu úr dvala.


Það verður talsvert erfiðara fyrir Celtic að einoka Skotlandsmeistaratitilinn í ljósi mikils uppgangs hjá Rangers sem er komið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Celtic tókst þó að tryggja sér titilinn í næstsíðustu umferð í ár, með 1-1 jafntefli gegn Dundee Utd í leik sem var að ljúka.

Rangers vann auðveldan sigur á Ross County á sama tíma en er fjórum stigum eftirá fyrir lokaumferðina.

Það var Grikinn markaóði Georgios Giakoumakis sem skoraði eina mark Celtic í dag. Þetta var 31. deildarleikurinn í röð sem Celtic spilar án þess að tapa.

Dundee Utd 1 - 1 Celtic
0-1 Georgios Giakoumakis ('53)
1-1 D. Levitt ('72)

Rangers 4 - 1 Ross County
1-0 S. Wright ('13)
2-0 James Tavernier ('29, víti)
2-1 J. White ('72)
3-1 F. Sakala ('82)
4-1 Amad Diallo ('90)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner