Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 11. maí 2022 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Þrjú lið náðu í sinn annan sigur
HK er með sex stig.
HK er með sex stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar eru á toppnum á markatölu.
FH-ingar eru á toppnum á markatölu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Arna gerði sigurmark Tindastóls.
Arna gerði sigurmark Tindastóls.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrjú lið með fullt hús stiga í Lengjudeild kvenna eftir leiki kvöldsins í deildinni. Það voru fjórir leikir á dagskrá á þessu miðvikudagskvöldi.

HK byrjaði á sigri gegn Fylki og í kvöld lögðu þær Fjölni að velli í Kórnum. María Lena Ásgeirsdóttir kom HK yfir snemma, en forystan var aðeins til staðar í nokkrar sekúndur því Sara Montoro jafnaði strax fyrir Fjölni.

Sara var svo aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún kom Fjölni yfir. HK tók svo yfir á síðasta stundarfjórðungnum og skoraði þrjú mörk. María Lena jafnaði metin og svo gerðu Isabella Eva Aradóttir og Arna Sól Sævarsdóttir mörk sem færðu HK góðan sigur á heimavelli.

Fjölnir hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, eins og Fylkir sem tapaði 0-1 gegn Tindastóli í kvöld.

„Hannah Jane Cade með hornspyrnuna sem berst á Murielle sem reynir að koma boltanum á markið en hann berst á Örnu sem á hnitmiðað skot í vinstra hornið," skrifaði Alexandra Bía Sumarliðadóttir í beinni textalýsingu þegar Arna Kristinsdóttir gerði fyrsta og eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.

Tindastóll er með sex stig og hefur unnið báða leiki sína til þessa. FH er þriðja liðið sem hefur unnið báða leiki sína og er á toppnum á markatölu. FH hafði betur gegn Víkingi í hörkuleik í Kaplakrika þar sem lokatölur voru 3-2.

Víkingur fékk dauðafæri til að jafna undir lokin. „Svanhildur vinnur boltann vel, Hafdís og Christabel með gott samspil upp völlinn, Christabel sendir á Hafdísi inn í teig sem nær góðu skoti enn Fanney Inga með frábæra vörslu," skrifaði Ingi Snær Karlsson í beinni textalýsingu.

Víkingur er með þrjú stig eftir sigur á Augnablik í fyrsta leik sínum í mótinu.

Þá vann Grindavík 2-0 sigur gegn Haukum á heimavelli. Mimi Eiden gerði mark úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Tinna Hrönn Einarsdóttir innsiglaði sigurinn í seinni hálfleiknum. Haukar byrja á tveimur tapleikjum, en Grindavík er núna með þrjú stig.

HK 4 - 2 Fjölnir
1-0 María Lena Ásgeirsdóttir ('8 )
1-1 Sara Montoro ('9 )
1-2 Sara Montoro ('56 )
2-2 María Lena Ásgeirsdóttir ('74 )
3-2 Isabella Eva Aradóttir ('83 )
4-2 Arna Sól Sævarsdóttir ('92 )
Lestu um leikinn

FH 3 - 2 Víkingur R.
1-0 Shaina Faiena Ashouri ('29 )
2-0 Kristin Schnurr ('30 )
2-1 Tara Jónsdóttir ('35 )
3-1 Shaina Faiena Ashouri ('42 )
3-2 Christabel Oduro ('77 )
Lestu um leikinn

Fylkir 0 - 1 Tindastóll
0-1 Arna Kristinsdóttir ('45 )
Rautt spjald: Aldís María Jóhannsdóttir, Tindastóll ('82)
Lestu um leikinn

Grindavík 2 - 0 Haukar
1-0 Mimi Eiden ('29, víti )
2-0 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner