Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. júní 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Vinnuhópur um uppbyggingu á KA svæðinu - Viija nýjan heimavöll
KA menn fagna marki á Akureyrarvelli.
KA menn fagna marki á Akureyrarvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Akureyrarbær hefur skipað vinnuhóp til að hefja formlegar viðræður um uppbyggingu á KA-svæðinu. Ingvar Már Gíslason, formaður KA, tilkynnti þetta á aðalfundi félagsins sem haldin var nýverið en Vikudagur á Akureyri fjallar um málið í dag.

KA hefur spilað heimaleiki sína á Akureyrarvelli, Greifavellinum, í áraraðir og er með samning við Akureyrarbæ til ársins 2024 þess efnis. Félagið vill hins vegar fá gervigrasvöll með stúku á félagssvæði sitt og spila þar í framtíðinni.

„Það liggur fyrir að Akureyrarvöllur er í slæmu ásigkomulagi, bæði völlurinn og önnur mannvirki. Við myndum vilja komast þaðan sem fyrst og láta það vera að fara í kostnaðarsamar endurbætur á svæðinu sem aðeins yrði nýtt tímabundið," sagði Ingvar við Vikudag.

„Þar að auki nýtist Akureyrarvöllur mjög takmarkað. Við teljum nærtækar að horfa til langtímalausna sem nýtist mun fleiri iðkendum félagsins, þá ekki síst börnum og ungmennum, sem hefur fjölgað verulega eftir uppbyggingu í Nausta-og Hagahverfi. Hins vegar virðum auðvitað þann samning sem er í gildi sé þess óskað."
Athugasemdir
banner
banner