Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júlí 2020 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Átti Jói Berg að fá dæmt á sig víti gegn Liverpool?
Jurgen Klopp þakkar Jóhanni fyrir leikinn.
Jurgen Klopp þakkar Jóhanni fyrir leikinn.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Burnley skildu jöfn þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni núna áðan. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Er þetta í fyrsta sinn síðan í janúar 2019 sem Liverpool tekur ekki stigin þrjú í leik á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Hreint út sagt magnaður árangur.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 65. mínútu og átti líflega innkomu.

Hann komst nálægt því að tryggja Burnley sigurinn þegar hann átti skot í slá er um tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Nokkrum mínútum vildu hins vegar Liverpool-menn fá dæmda vítaspyrnu á hann.

Jóhann Berg tók Robertson niður í teignum en ekkert var dæmt. Íslenski landsliðsmaðurinn kemur aðeins við boltann á undan en tekur svo Robertson niður. Þetta er að minnsta kosti meiri vítaspyrna en Bruno Fernandes fékk í leik Manchester United gegn Aston Villa á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner