Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 11. júlí 2020 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfirlýsing frá Skallagrími: Gripið til viðeigandi ráðstafana
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Úr leik hjá Skallagrími fyrir nokkrum árum.
Úr leik hjá Skallagrími fyrir nokkrum árum.
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sem kom upp í leik gegn Berserkjum í 4. deild karla í gær.

Leikmaður Berserkja, Gunnar Jökull Johns, varð fyrir kynþáttafordómum frá leikmanni Skallagríms.

„Ég var á hliðarlínunni og var því ekki í hitanum en það sem strákarnir segja mér og vinir okkar í Skallagrími eru sammála okkur þá varð smá hiti og einhverjar tæklingar. Í kjölfarið snýr leikmaður númer fimmtán í Skallagrími [Atli Steinar Ingason] sér við og segir 'drullastu heim til Namibíu' við Gunnar Jökul Johns, leikmann okkar," sagði Viktor Hugi Henttinen, aðstoðarþjálfari Berserkja, í samtali við Fótbolta.net.

„Kormákur [Marðarson] leikmaður okkar, hafði heyrt fimm mínútum áður, sama einstakling [númer 15] kalla Gunnar 'apakött'. Kormákur spurði númer 15 hvað kallaðiru hann og hann endurtók 'apaköttur'. Þetta er leiðinlegt mál."

Twana Khalid Ahmad var dómari leiksins og talaði hann ensku við leikmenn í leiknum. Hann skildi því ekki hvað fór fram á milli leikmanna. Atvikið átti sér stað í byrjun seinni hálfleiks í leiknum.

Skallagrímur hefur núna sent frá sér yfirlýsingu og má lesa hana hér að neðan.

Yfirlýsing Skallagríms:
Í kjölfar leiks Skallagríms og Berserkja í 4. deild karla, sem fór fram á Skallagrímsvelli föstudaginn 10 júlí síðastliðinn höfðu dómari og aðstoðardómarar leiksins samband við forráðamenn Skallagríms. Þeir upplýstu að leikmenn Berserkja tilkynntu þeim þeim að leikmaður Skallagríms hefði í leiknum viðhaft ummæli sem fælu í sér kynþáttafordóma. Jafnframt greindu þeir frá því að þeir sjálfir hefðu ekki heyrt umrædd ummæli, en að þeir myndu tilkynna þetta til KSÍ og voru forráðamenn Skallagríms sammála því svo yrði gert.

Knattspyrnudeild Skallagríms mun ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og mun félagði grípa til viðeigandi ráðstafana í samráði við KSÍ.

f.h. Knattspyrnudeildar Skallagríms

Páll S. Brynjarsson

Formaður
Athugasemdir
banner
banner