Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 11. ágúst 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus nær samkomulagi við Paredes
Paredes er hér ásamt liðsfélögunum Kylian Mbappe og Lionel Messi.
Paredes er hér ásamt liðsfélögunum Kylian Mbappe og Lionel Messi.
Mynd: EPA

Juventus er búið að ná samkomulagi við argentínska miðjumanninn Leandro Paredes um kaup og kjör. Nú þarf ítalska stórveldið aðeins að klára viðræður við Paris Saint-Germain um kaupverð.


Paredes er 28 ára gamall og er með 44 landsleiki að baki fyrir Argentínu. Hann hefur verið hjá PSG í þrjú og hálft ár en aldrei tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu. 

Paredes, sem leikur aftarlega á miðjunni, hefur aðeins skorað þrjú mörk og gefið tíu stoðsendingar í 115 leikjum hjá PSG. Hann lék fyrir Boca Juniors, Roma og Zenit áður en hann hélt til PSG.

Max Allegri vill breyta til á miðjunni hjá Juve eftir að liðið endaði í fjórða sæti á síðustu leiktíð. Hann vill losa sig við Adrien Rabiot og Arthur til að gera pláss fyrir Paredes. Paul Pogba er þegar kominn til félagsins en varð strax fyrir slæmum meiðslum.

Weston McKennie, Manuel Locatelli og Denis Zakaria eru einnig í leikmannahópi Juve ásamt Nicoló Rovella sem gæti þó verið lánaður út eða seldur í sumar.


Athugasemdir
banner
banner