Evan Ferguson, Victor Osimhen, Joao Felix, Adam Hlozek og fleiri góðir menn koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
Manchester United er að íhuga að leggja fram 50 milljóna punda tilboð í Evan Ferguson, 19 ára framherja Brighton. Chelsea er einnig á eftir honum en þeir hafa áhyggjur að þeir verði á undan. (Daily Star)
Manchester United gæti gefið enska varnarmanninum Aaron Wan-Bissaka (26) 5,6 milljónir punda í laun til að bæta upp launaskortinn ef hann gengur til liðs við West Ham. (Manchester Evening News)
Giovanni Manna, yfirmaður íþróttamála hjá Napoli, segir að Victor Osimhen, framherji Nígeríu (25), hafi beðið um að fara frá félaginu. (90 min.)
Chelsea hefur sagt Napoli að félagið þurfi að borga 36 milljónir punda til að fá belgíska framherjann Romelu Lukaku (31). (Gianluca Di Marzio)
Benfica og Barcelona hafa áhuga á Joao Felix (24) hjá Atletico Madrid en líklegt er að hann fari á láni í annaðhvort félagið. (Sport)
Aston Villa og Real Betis hafa áhuga á argentínska miðjumanninum Giovani lo Celso (28) sem fær að yfirgefa Tottenham. (Fabrizio Romano)
Wolves er að íhuga tilboð upp á 20 milljónir evra (17,1 milljón punda) í portúgalska framherjann Fabio Silva (22) sem hefur einnig vakið áhuga hjá Espanyol, Genoa, Valencia og Wolfsburg. (Teamtalk)
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro (32) hefur verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu en Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, býst ekki við því að hann fari í sumar. (Metro)
Crystal Palace er í viðræðum við Wolfsburg um að fá franska varnarmanninn Maxence Lacroix (24). (Sky Sports Þýskaland)
Manchester United ætlar að gera nýtt tilboð í Jarrad Branthwaite (22) hjá Everton eftir að hafa frétt að Leny Yoro verður lengi frá vegna meiðsla. (The Sun)
Bournemouth er nálægt því að fá mexíkóska varnarmanninn Julian Araujo (22) frá Barcelona fyrir 10 milljónir evra. (ESPN)
Chelsea ætlar að selja eða lána að minnsta kosti sex eldri leikmenn til að minnka leikmannahópinn sinn áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Telegraph)
Nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa átt í viðræðum við Bayer Leverkusen um Adam Hlozek (22) sem er metinn á 15 milljónir punda. (Florian Plettenberg)