Hilmar Elís Hilmarsson hefur framlengt samning sinn við ÍA út tímabilið 2027. Fyrri samningur átti að renna út eftir næsta tímabil.
Hilmar er varnarmaður sem fæddur er árið 2003 og er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en kom í ÍA í 4. flokki.
Á síðasta tímabili lék hann með Kára í 3. deildinni og fékk í sumar sitt fyrsta tækifæri í efstu deild. Hann hefur gripið það tækifæri vel og er kominn með ellefu leiki í sumar.
Hilmar er varnarmaður sem fæddur er árið 2003 og er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en kom í ÍA í 4. flokki.
Á síðasta tímabili lék hann með Kára í 3. deildinni og fékk í sumar sitt fyrsta tækifæri í efstu deild. Hann hefur gripið það tækifæri vel og er kominn með ellefu leiki í sumar.
„Hann spilaði með Kára í fyrra og hefur komið sterkur inn í lið ÍA á þessu tímabili. Hilmar hefur spilað 15 leiki fyrir Meistaraflokk ÍA og skorað 1 mark. Það verður gaman að fylgjast með þessum öfluga leikmanni vaxa enn frekar innan okkar raða," segir í tilkynningu ÍA í dag.
ÍA er nýliði í Bestu deildinni. Liðið er í harðri Evrópubaráttu og næsti leikur þess verður gegn KA á sunnudag.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir