Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 12:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hilmar spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍA í gær - „Algjörlega geggjaður"
Hilmar í baráttunni við Svein Margeir Hauksson í gær
Hilmar í baráttunni við Svein Margeir Hauksson í gær
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Hilmar Elís Hilmarsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir ÍA í gær þegar liðið vann KA á Akureyri í gær.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 ÍA

Hilmar er 21 árs gamall og hann var í þriggja manna vörn með Oliver Stefánssyni og Erik Tobias Sandberg í gær. Hann spilaði með Kára á síðustu leiktíð þar sem hann lék 20 leiki og skoraði þrjú mörk.

Jón Þór Hauksson þjálfari liðsins var í skýjunum með frammistöðu hans fyrir norðan.

„Hann var algjörlega geggjaður, hann kom frábærlega inn. Það var ekki nokkur spurning, hann hefur mikið traust innan liðsins, búinn að æfa vel og sýna mjög gott hugarfar. Hann kemur inn og spilar við hlið manna sem hafa verið að spila vel. Það veitir honum feykilegt öryggi og það veitir hinum leikmönnunum mikið öryggi hvernig hann hefur staðið sig síðustu vikur," sagði Jón Þór.

Arnór Smárason leikmaður liðsins hrósaði honum einnig í hástert.

„Hilmar er búinn að standa sig vel í vetur og fékk mínútur í leikjunum í vetur. Hann hefur verið að æfa með ökkur, hann átti flott tímabil með Kára í fyrra. Það er gleðilegt fyrir Skagann að menn séu að koma í gegnum þetta Kára 'project' og upp í meistaraflokk. Hann fékk frumraun sína hérna í dag og stóð sig eins og hetja, ég er þvílíkt ánægður með hann," sagði Arnór.


Skagamenn létu ekki umræðuna trufla sig - „Ákváðum að svara fyrir það"
Jón Þór: Vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga
Athugasemdir
banner
banner