Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. október 2020 20:47
Fótbolti.net
Einkunnagjöf Íslands: Guðlaugur Victor bestur
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson í leiknum í kvöld.
Guðlaugur Victor Pálsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason á sprettinum.
Birkir Bjarnason á sprettinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 3-0 gegn Dönum í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld.

Hér er einkunnagjöf Fótbolta.net fyrir leikinn.



Hannes Þór Halldórsson 4
Átti að gera betur í fyrsta markinu. Mjög tæpt að boltinn hafi verið inni en Hannes hefði átt að eiga betur við skallann frá Simon Kjær.

Guðlaugur Victor Pálsson 7 - Maður leiksins
Með kröftug hlaup fram á við. Baráttuglaður og hefur eignað sér hægri bakvarðar stöðuna.

Sverrir Ingi Ingason 5
Byrjaði leikinn vel en dalaði eftir því sem leið á.

Ragnar Sigurðsson 5 ('73)
Náði ekki að láta finna jafn mikið fyrir sér og oft áður. Fór meiddur af velli í síðari hálfleiknum.

Hörður Björgvin Magnússon 5
Ágætis frammistaða. Gat ekkert gert í mörkunum.

Birkir Bjarnason 6
Öruggur með boltann og sótti nokkrar aukaspyrnur.

Rúnar Már Sigurjónsson 4
Gerði sig sekan um mjög slæma ákvörðunartöku í öðru markinu. Skaut að marki sem aftasti maður og Eriksen fór í kjölfarið einn í gegn og skoraði. Það mark drap leikinn.

Aron Einar Gunnarsson 5 ('46)
Leikurinn gegn Rúmenum virtist sitja í Aroni. Ekki jafn kröftugur og vanalega. Tekinn af velli í hálfleik.

Arnór Ingvi Traustason 6
Skapaði færi fyrir Alfreð snemma leiks með vinnusemi sinni.

Gylfi Þór Sigurðsson 6
Mest áberandi í sóknarleiknum en náði ekki að skapa sér sömu færin og gegn Rúmenum. Hefur oft spilað betur.

Alfreð Finnbogason
Fór meiddur af velli á 12. mínútu. Spilaði of stutt til að fá einkun.

Varamenn

Jón Daði Böðvarsson 5 ('12)
Fékk úr litlu að moða frammi. Komst í færi í fyrri hálfleik en Kasper Schmeichel varði.

Mikael Neville Anderson 5 ('46)
Ágætis innkoma. Fékk færi til að skora eftir hornspyrnu en Kasper varði.

Albert Guðmundsson 5 ('68)
Kom inn á í erfiðri stöðu. Vildi fá boltann og reyna að búa til.

Hólmar Örn Eyjólfsson ('73)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner