Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. október 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Gonzalo yfirgefur ÍBV - „Tel mig eiga bestu árin framundan"
Gonzalo hyggst spila áfram á Íslandi.
Gonzalo hyggst spila áfram á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski fótboltamaðurinn Gonzalo Zamorano hefur yfirgefið ÍBV en hann hefur þó áhuga á að spila áfram hér á Íslandi.

Gonzalo skoraði þrjú mörk í tíu leikjum í Lengjudeildinni í sumar og hjálpaði Eyjamönnum að komast upp í efstu deild.

Þessi 26 ára sóknarleikmaður hefur einnig spilað fyrir Víking Ólafsvík, ÍA og Huginn hér á landi.

„Þetta var frábært tímabil fyrir liðið, það verður erfiðara með hverju árinu að komast upp úr þessari deild. Fyrir mig persónulega var tímabilið hinsvegar erfitt. Ég fór vel af stað en meiddist og missi af mörgum leikjum. En nú er ég búinn að jafna mig algjörlega og það er mikilvægast," segir Gonzalo við Fótbolta.net.

Hann ræddi við forráðamenn ÍBV og töldu báðir aðilar að best væri að leiðir myndu skilja og samningur hans ekki endurnýjaður.

„Planið mitt er að spila áfram á Íslandi næstu árin, ég er 26 ára og tel að ég eigi mín bestu ár framundan. Ég ætla að eyða tíma með fjölskyldu minni og æfa heima, svo mun ég taka rétta ákvörðun fyrir næstu ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner