Dagskráin í Þjóðadeild Evrópu er þétt þessa helgina en spilað er í A, B og C-deild.
Í kvöld mætast Ísland og Wales á Laugardalsvelli. Ísland getur komist upp fyrir Wales með sigri í riðli sínum í B-deild.
Ungverjaland tekur á móti Hollandi og þá mætast Bosnía og Þýskaland.
Á morgun spila Pólland og Portúgal. Cristiano Ronaldo heldur áfram vegferð sinni að þúsund mörkum á ferlinum en hann er kominn með 905 mörk.
Evrópumeistarar Spánverja mæta þá Dönum á Spáni.
Á sunnudag fara lærisveinar Heimis í írska landsliðinu til Grikklands. Írland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Heimis, en fyrsti sigurinn kom í gær er það lagði Finnland að velli, 2-1.
Grikkir eru þá heitir eftir að hafa unnið Englendinga, 2-1, á Wembley og er sem stendur í efsta sæti B-riðils.
Englendingar heimsækja Finna en enska liðið er með sex stig eftir þrjá leiki.
Föstudagur:
Þjóðadeildin A
18:45 Bosnía - Þýskaland
18:45 Ungverjaland - Holland
Þjóðadeildin B
18:45 Tékkland - Albanía
18:45 Úkraína - Georgía
18:45 Ísland - Wales
18:45 Tyrkland - Svartfjallaland
Þjóðadeildin C
16:00 Eistland - Aserbaídsjan
18:45 Slóvakía - Svíþjóð
Laugardagur:
Þjóðadeildin A
16:00 Króatía - Skotland
18:45 Pólland - Portúgal
18:45 Serbía - Sviss
18:45 Spánn - Danmörk
Þjóðadeildin C
13:00 Litáen - Kósóvó
16:00 Bulgaria - Lúxemborg
18:45 Kýpur - Rúmenía
18:45 Belarús - Norður Írland
Sunnudagur:
Þjóðadeildin B
13:00 Kasakstan - Slóvenía
16:00 Finnland - England
18:45 Grikkland - Írland
18:45 Austurríki - Noregur
Þjóðadeildin C
16:00 Armenia - Norður Makedónía
18:45 Færeyjar - Lettland
Þjóðadeildin D
16:00 Malta - Moldova
16:00 Liechtenstein - Gibraltar
Athugasemdir