Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. nóvember 2020 08:30
Aksentije Milisic
Hvernig mun Barcelona bregðast við meiðslum Fati?
Mynd: Getty Images
Ansu Fati er sá leikmaður sem hefur fengið stuðningsmenn Barcelona til að brosa síðustu þrjá mánuði. Þær fregnir bárust á dögunum að Fati verður frá vegna meiðsla í fjóra mánuði og liggur nú svart ský yfir Nývangi.

Sportsmail skoðaði hvaða valkosti Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, hefur til að bregðast við meiðslum Fati.

Ousmane Dembele gæti verið svarið. Hann þarf nú að stíga upp en hann hefur hraðan, getur sprengt upp leiki og það vantar ekki hæfileikana. Ferill hans hjá Barcelona hefur enn ekki náð flugi en hann hefur mikið verið frá vegna meiðsla.

Mun liðið kaupa Memphis Depay? Hann var orðaður við félagið í sumar og Koeman þekkir leikmanninn vel. Barcelona gæti reynt að klófesta þennan 26 ára gamla leikmann en hann hefur staðið sig frábærlega með Lyon í Frakklandi.

Þá gæti Koeman hent 4-2-3-1 leikkerfi sínu í ruslið og farið í 4-3-3 en þá þarf hann samt að fá mann inn fyrir Fati, sem myndi spila vinstra megin í þessu kerfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner