Empoli 2 - 0 Cremonese
1-0 Nicolo Cambiaghi ('46 )
2-0 Fabiano Parisi ('88 )
Empoli fékk Cremonese í heimsókn í ítölsku deildinni í kvöld. Liðin hafa bæði átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Empoli hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins en Cremonese er eina liðið sem á enn eftir að vinna leik.
Fyrri hálfleikurinn var ansi daufur en Empoli komst yfir eftir tæpar 20 sekúndur í síðari hálfleik. Empoli gerði skiptingu í hálfleik en það var Nicolo Cambiaghi sem skoraði.
Það tók hann aðeins 17 sekúndur að setja mark sitt á leikinn þegar hann kom boltanum í netið eftir vandræðagang í vörn Cremonese.
Leikmenn Cremonese bitu frá sér eftir markið en það var Fabiano Parisi sem tryggði Empoli stigin þrjú þegar skammt var til leiksloka.
Athugasemdir