Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 11. nóvember 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Filipe Luís kominn með fyrsta titilinn eftir mánuð sem þjálfari
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brasilíski bakvörðurinn fyrrverandi Filipe Luís hefur byrjað þjálfaraferilinn sinn feykilega vel í heimalandinu. Hann er 39 ára gamall og lagði fótboltaskóna á hilluna í fyrra eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í liði Flamengo.

Luís var vinstri bakvörður og lék meðal annars fyrir Atlético Madrid og Chelsea á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, auk þess að spila 44 landsleiki fyrir Brasilíu.

Eftir að hafa lagt skóna á hilluna í fyrra tók Luís við þjálfarastarfi hjá U17 liði Flamengo í janúar og stóð sig feykilega vel. Hann gerði flotta hluti og tók við U20 liði félagsins í júní.

Það var svo í lok september, aðeins þremur mánuðum eftir að hafa fengið stöðuhækkunina í uppeldisstarfinu, sem Luís tók við sem aðalþjálfari hjá meistaraflokki Flamengo til bráðabirgða eftir brottrekstur Tite. Degi síðar fékk Luís samning hjá Flamengo og var ráðinn sem aðalþjálfari.

Undir stjórn Filipe Luís hefur Flamengo tekist að sigra sex leiki, gera tvö jafntefli og tapa einum og vann liðið stærstu bikarkeppni Brasilíu í gær.

Flamengo lagði Atlético Mineiro þar að velli og vann samanlagt 4-1 í úrslitaleikjunum eftir að hafa sigrað gegn Corinthians í undanúrslitum.

Það tók Filipe Luís því rétt rúman mánuð að hampa sínum fyrsta stóra titli á þjálfaraferlinum.

„Við erum með besta liðið í Suður-Ameríku og getum barist við einhver lið í Evrópu," er meðal þess sem stoltur Filipe Luís sagði eftir sigurinn gegn Atlético Mineiro.
Athugasemdir
banner
banner