Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. janúar 2020 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmót kvenna: Stefanía afgreiddi gömlu liðsfélagana
Stefanía Ragnarsdóttir skoraði bæði mörk Fylkis
Stefanía Ragnarsdóttir skoraði bæði mörk Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveimur fyrstu leikjunum í A-riðli Reykjavíkurmóts kvenna er lokið en Fylkir vann Íslandsmeistaralið Vals, 2-1, á meðan KR vann Víking R 4-0.

Katla María Þórðardóttir kom knettinum í eigið net gegn Val á 7. mínútu áður en Stefanía Ragnarsdóttir jafnaði metin á 25. mínútu.

Stefanía var aftur á ferðinni á 57. mínútu og góður sigur Fylkis í höfn. Stefanía var á láni hjá Fylki frá Val síðasta sumar og þá gerði hún félagaskiptin varanleg eftir tímabilið.

KR vann þá Víking R. 4-0. Nýju leikmenn KR, þær Kristín Erna Sigurlásdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, skoruðu báðar. Rétt eins og þær Hlíf Hauksdóttir og Hildur Björg Kristjánsdóttir.

Þróttur tók svo Fjölni 5-1 í lokaleik dagsins í Egilshöllinni. Andrea Rut Bjarnadóttir gerði tvö mörk fyrir Þrótt en þær Linda Líf Boama, Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir komust einnig á blað.

Úrslit og markaskorarar:

Fylkir 2 - 1 Valur
0-1 Katla María Þórðarsdóttir ('7, sjálfsmark )
1-1 Stefanía Ragnarsdóttir ('25 )
2-1 Stefanía Ragnarsdóttir ('57 )

KR 4 - 0 Víkingur R.
1-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir
2-0 Hlíf Hauksdóttir
3-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
4-0 Hildur Björg Kristjánsdóttir

Þróttur R. 5 - 1 Fjölnir
1-0 Linda Líf Boama ('7 )
2-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('12 )
3-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('54 )
4-0 Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('84 )
4-1 Sara Montoro ('88 )
5-1 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('88 )
Athugasemdir
banner
banner