Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 12. janúar 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Quagliarella ekki á förum frá Sampdoria
Fabio Quagliarella er markaskorari af guðs náð
Fabio Quagliarella er markaskorari af guðs náð
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, þjálfari Sampdoria á Ítalíu, segir að Fabio Quagliarella sé ekki á leið frá félaginu í þessum glugga en hann hefur verið orðaður við Juventus undanfarna daga.

Juventus þarf sóknarmann í þessum glugga en bæði Alvaro Morata og Paulo Dybala eru að glíma við meiðsli.

Gianluca Scamacca, leikmaður Genoa, er sagður í viðræðum við Juventus en Quagliarella hefur einnig verið orðaður við félagið.

Þessi 37 ára gamli framhejri er með 7 mörk í 15 leikjum fyrir Sampdoria og hefur verið einn öflugasti markaskorari deildarinnar síðustu ár.

Hann byrjaði á bekknum í 2-1 tapinu gegn Spezia í gær en Ranieri segir að Quagliarella sé ekki á förum.

„Mér þykir það leitt en stundum þarf ég að hafa hann á bekknum. Hann er okkar helsti markaskorari og leiðtogi liðsins en í sumum leikjum þurfum við að spila öðruvísi taktík og það er taktík sem hentar honum ekki," sagði Ranieri.

„Það er ekkert að fara gerast þó ég spili honum ekki í sumum leikjum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner