Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 12. janúar 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðræður við Salah „í góðum farvegi" - Trent og Alisson byrjaðir að æfa
Klopp
Klopp
Mynd: EPA
Salah
Salah
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Framundan er heimaleikur gegn Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins.

Á fundinum staðfesti hann að Trent Alexander-Arnold og Alisson væru mættir aftur til æfinga eftir að hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr covid-prófum. Thiago og Divock Origi eru ennþá fjarri góðu gamni.

Klopp var einnig spurður út í samningamál Mo Salah en Egyptinn tjáði sig í vikunni um stöðu mála.

Salah um samningsmálin:
„Er ekki að biðja um eitthvað brjálað"

„Þessa dagana er hættulegt að fara í svona viðtöl. Við vitum, og ég veit, hvað Mo vill segja. Við viljum að hann verði áfram. Þar erum við. Þessir hlutir taka tíma, ég get ekki breytt því. Þetta er allt í góðum farvegi," sagði Klopp.

„Það eru margir hlutir sem er verið að ræða um, þetta snýst um þriðja aðila líka, um umboðsmanninn. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af, þetta er eðlilegt ferli."

„Ég er jákvæður varðandi stöðuna.Stuðningsmenn eru ekki jafn stressaðir og þið fjölmiðlamenn. Þeir þekkja félagið og þekkja hvaða fólk er að standa í þessum hlutum,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner