Joao Felix, nýr leikmaður Chelsea, var rekinn af velli í fyrsta leik sínum fyrir félagið gegn Fulham á Craven Cottage í kvöld.
                
                
                                    Felix gekk í raðir Chelsea í gær á láni frá Atlético Madríd og setti Graham Potter leikmanninn beint í byrjunarliðið.
Portúgalinn var að sýna fína takta í leiknum og skapaði sér góð færi en hann missti hausinn í örskamma stund á 58. mínútu og fékk að líta rauða spjaldið.
Felix var að elta bolta en Kenny Tete, varnarmaður Fulham, var fyrri til. Felix fór af fullum krafti með takkana á undan í tæklinguna og gat lítið kvartað yfir rauða spjaldinu.
Þetta þýðir að Felix verður í banni er Chelsea mætir Liverpool í næstu umferð en brotið má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu brotið hér
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                        
        
         
                