Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   fim 12. janúar 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kallaður aftur til Liverpool og byrjaði á því að skora fyrir aftan miðju
Billy Koumetio.
Billy Koumetio.
Mynd: Getty Images
Liverpool kallaði á dögunum miðvörðinn Billy Koumetio til baka úr láni frá Austria Vín í Austurríki.

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk verður frá næstu vikur vegna meiðsla og er því þörf á að fá annan miðvörð inn í hópinn.

Koumetio, sem er 20 ára gamall, var lánaður til Austria Vín fyrir tímabilið en hann hefur verið fastamaður í vörn liðsins.

Hann er byrjaður að spila fyrir U21 lið Liverpool og byrjaði heldur betur með látum í gær. Hann skoraði ótrúlegt mark í 4-2 sigri gegn unglingaliði Paris Saint-Germain. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Koumetio á tvo leiki að baki fyrir aðallið Liverpool en hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila í Meistaradeildinni fyrir félagið á síðustu leiktíð er hann byrjaði gegn Midtjylland en Stefan Bajcetic bætti það met á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner