Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   fim 12. janúar 2023 23:55
Brynjar Ingi Erluson
Marco Silva: Erfitt að vera í skugganum á skepnu eins og Mitrovic
Marco Silva
Marco Silva
Mynd: Getty Images
Carlos Vinicius skoraði sigurmarkið
Carlos Vinicius skoraði sigurmarkið
Mynd: EPA
Marco Silva, stjóri Fulham, var ánægður með margt í 2-1 sigrinum á Chelsea á Craven Cottage, en hann hrósaði brasilíska framherjanum Carlos Vinicius sérstaklega.

Serbneski framherjinn Aleksandar Mitrovic var ekki með Fulham í dag þar sem hann tók út leikbann en hann er markahæsti maður liðsins á tímabilinu.

Carlos Vinicius kom inn í liðið fyrir hann og nýtti tækifærið með að skora sigurmarkið.

„Ég er hæstánægður með úrslitin og sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn, en sá síðari var ekki okkar besti á tímabilinu.“

„Þó við höfum ekki spilað okkar besta leik í síðari hálfleik þá náðum við samt að vinna leik gegn toppliði sem er að ganga í gegnum erfiðan kafla.“

„Þetta er Chelsea og það þýðir að það eru toppleikmenn með frábæran stjóra. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur og fyrri hálfleikurinn var góður þó við byrjuðum ekki vel. Það tók okkur smá tíma að aðlagast en við fengum færi og Chelsea fékk líka færi en við nýttum okkar betur.“

„Í seinni hálfleik byrjuðum við ekki vel og fengum á okkur mark á fyrstu tveimur mínútunum. Það er ekki besta leiðin til að byrja gegn góðu liði og það gaf þeim kraft, en eftir rauða spjaldið var það skylda okkar að vinna.“

„Rauða spjaldið er alltaf mikilvægt augnablik. Við breyttum með að setja Harry Wilson og Tom Cairney inná til að fá meiri sköpunarmátt og ró á boltann. Markið kom svo eftir frábæra fyrirgjöf Andreas og um leið stórt mark fyrir Carlos. Það er erfitt fyrir hann að vera alltaf í skugganum á skepnu eins og Mitrovic, en hann þarf tíma til að aðlgast og það kemur með tímanum. Ég er ánægður fyrir hans hönd,“
sagði Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner