Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 12. janúar 2023 23:06
Elvar Geir Magnússon
Moukoko sagður vera 22 en ekki 18 ára
Mynd: Getty Images
Því er haldið fram að eitt umtalaðasta ungstirni Evrópufótboltans, Youssoufa Moukoko leikmaður Borussia Dortmund, sé í raun ekki 18 ára heldur fjórum árum eldri. Moukoko fæddist í Kamerún en fluttist til Þýskalands 2014.

Aldurssvik skekur fótboltann í Kamerún og víðar í Afríku en komið hefur í ljós að logið er um raunverulegan aldur fjölda ungra leikmanna til að auka verðmæti þeirra.

Moukoko, sem hefur verið orðaður við Newcastle og Chelsea, er skráður fæddur 2004 en sagt er að ný gögn sýni fram á að hann hafi í raun fæðst árið 2000.

Daily Mail segir að þau félög sem hafi sýnt Moukoko áhuga séu meðvituð um umræðuna og séu tilbúin að draga sig til baka ef maðkur er í mysunni.

Blaðið hafði samband við þýska fótboltasambandið og leitaði viðbragða en fékk þau svör að sambandið myndi ekki tjá sig um sögusagnir. Moukoko hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Þýskaland og fjölda yngri landsleikja.
Athugasemdir
banner
banner