Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 19:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ótrúleg tölfræði hjá Havertz - „Get ekki elskað leikmennina meira"
Mynd: EPA

Arsenal er úr leik í enska bikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Man Utd í kvöld.


Arsenal var mun betri aðilinn allan leikinn en Altay Bayindir átti frábæran leik í marki United. Hann varði m.a. vítaspyrnu frá Martin Ödegaard í venjulegum leiktíma og varði víti frá Kai Havertz í vítaspyrnukeppninni.

Havertz átti mjög erfitt uppdráttar í kvöld en auk þess að hafa klikkað á víti þá klikkaði hann á dauðafæri í leiknum. Hann var með tæplega tvo í xG en allt Man Utd liðið var með 0.33 í xG eftir framlenginguna.

Mikel Arteta var spurður að því eftir leikinn hvort Arsenal þyfti að kaupa framherja í janúar. 

„Nýjan framherja? Við klikkuðum á mismunandi vegu og mismunandi leikmenn í færunum. Ég get ekki elskað leikmennina mína meira, ég einbeiti mér vel af þeim sem við erum með," sagði Arteta.


Athugasemdir
banner
banner