Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 12. febrúar 2020 13:34
Elvar Geir Magnússon
Stormurinn Denni gæti haft áhrif á laugardagsleikina í enska
Mynd: Getty Images
Leik Manchester City og West Ham sem átti að vera síðasta sunnudag var frestað vegna veðurs og nú er möguleiki á að náttúruöflin verði til þess að fleiri leikjum verði frestað.

Mikið hvassviðri á að herja á Bretlandseyjar um helgina. Erlendir miðlar hafa sumir hverjir kallað lægðina „Dennis the Menace“, eða Denna dæmalausa.

Southampton mætir Burnley í hádegisleik á laugardag og síðdegis tekur Norwich á móti toppliði Liverpool. Þessir leikir eru taldir í hættu.

Ekki er spáð góðu veðri á sunnudag þegar Aston Villa mætir Tottenham og Arsenal tekur á móti Newcastle en aðstæður ættu þó að vera þannig að leikirnir fara örugglega fram á áætluðum tíma.

Þess má geta að leikur Manchester City og West Ham hefur verið settur á miðvikudaginn í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner