Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. febrúar 2020 17:30
Miðjan
Vill fá Viktor Segatta í Víking Ólafsvík
Viktor Smári Segatta í leik með FH fyrr í vetur.
Viktor Smári Segatta í leik með FH fyrr í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Páll Pálmason, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, vill fá framherjann Viktor Smára Segatta í sínar raðir fyrir tímabilið.

Viktor Smári spilaði í fyrra undir stjórn Jóns Páls hjá Stord í norsku D-deildinni. Viktor hefur æft með uppeldisfélaginu sínu FH í sumar en hann hefur áður leikið með Haukum, Gróttu og Þrótti Vogum á Íslandi.

„Hann er búinn að æfa með FH og hann er FH-ingur. Viktor er mjög vinsæll á vesturströndinni í Noregi og ég veit að það eru lið sem hafa haft áhuga á honum," sagði Jón Páll í Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni.

„Viktor hefur áhuga á að koma til okkar og við höfum áhuga á að fá hann. Við þurfum að láta það ganga upp og ég er viss um að það muni ganga upp."

Orðrómur hefur verið um að Brynjar Atli Bragason komi til Víkings á láni frá Breiðabliki.

„Það hefur komið til tals en hann er ekki búinn að skrifa undir neinn samning við Víking Ólafsvík. Við erum með tvo unga markverði og þeir hafa skipt mínútunum á milli sín. Það er ekkert stress af okkar hálfu að fá markmann í dag eða á morgun," sagði Jón Páll.
Miðjan - Jón Páll frá Pacman Pizza til Ólafsvíkur
Athugasemdir
banner
banner
banner