Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mið 12. febrúar 2025 19:22
Ívan Guðjón Baldursson
Áslaug Munda kemur inn í landsliðshópinn fyrir Diljá
Icelandair
Mynd: KSÍ
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur verið valin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina erfiðu gegn Sviss og Frakklandi í Þjóðadeildinni 21. og 25. febrúar.

Áslaug, sem er sókndjarfur vinstri bakvörður, kemur inn í hópinn fyrir sóknarleikmanninn Diljá Ýr Zomers sem verður fjarverandi vegna meiðsla.

Diljá bætist því við meiðslalistann sem inniheldur meðal annars Hildi Antonsdóttur, Selmu Sól Magnúsdóttur og Amöndu Andradóttur.

Áslaug leikur fyrir Breiðablik í Bestu deild kvenna og er með 17 A-landsleiki að baki. Diljá er á mála hjá OH Leuven í Belgíu og á 19 A-landsleiki að baki. Þær eru báðar fæddar 2001.

   12.02.2025 09:17
Breyting á landsliðshópnum - Ásdís Karen kölluð inn

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner