![Icelandair](/images/icelandair2_150x150px.png)
Ein breyting hefur verið gerð á kvennalandsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Sviss og Frakklandi í Þjóðadeildinni.
Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur verið kölluð inn í hópinn fyrir Amöndu Andradóttur sem getur ekki tekið þátt vegna meiðsla.
Amanda hefur ekkert spilað að undanförnu og var óvíst hvort hún gæti tekið þátt í leikjunum.
Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur verið kölluð inn í hópinn fyrir Amöndu Andradóttur sem getur ekki tekið þátt vegna meiðsla.
Amanda hefur ekkert spilað að undanförnu og var óvíst hvort hún gæti tekið þátt í leikjunum.
Ásdís Karen, sem fædd er árið 1999, skipti í vetur um félag, fór frá LSK í Noregi til Madrid CFF á Spáni. Hún er uppalin hjá KR og á að baki tvo landsleiki.
Ísland mætir fyrst Sviss 21. febrúar og svo Frakklandi 25. febrúar. Báðir leikirnir fara fram á útivelli.
Hópurinn
Markverðir
Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 13 leikir
Útileikmenn
Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 68 leikir, 1 mark
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 132 leikir, 11 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 45 leikir, 1 mark
Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir,1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 13 leikir
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 15 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 49 leikir, 6 mörk
Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 12 leikir, 2 mörk
Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 4 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 47 leikir, 10 mörk
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 113 leikir, 38 mörk
Ásdís Karen Halldórsdóttir - Madrid CFF - 2 leikir
Sandra María Jessen - Þór/KA - 47 leikir, 6 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 14 leikir, 1 mark
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 44 leikir, 12 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 43 leikir, 6 mörk
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 4 leikir
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 7 leikir, 1 mark
Athugasemdir