Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   fös 12. apríl 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er ekki eðlilegt að 17 ára strákur spili svona"
Pau Cubarsi.
Pau Cubarsi.
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Pau Cubarsí hefur komið afar sterkur inn í lið Barcelona að undanförnu.

Xavi, þjálfari Barcelona, segir að Cubarsí hafi verið að standa sig stórkostlega og hann sé ekki með mörg orð til viðbótar til að lýsa honum.

Cubarsí stóð vaktina þegar Barcelona vann 2-3 sigur gegn Paris Saint-Germain í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.

„Pau Cubarsí er ótrúlegur leikmaður. Hann er í heimsklassa. Það er ekki eðlilegt að 17 ára strákur spili svona," sagði Xavi eftir leikinn gegn PSG.

„Ég veit ekki hvaða fleiri orð ég get notað til að hrósa honum. Hann er að spila stórkostlega, eins og hann sé eldri leikmaður. Þetta er klikkun."
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Athugasemdir
banner
banner
banner