Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 12. maí 2021 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Skondið mark færði Arsenal sigur á Brúnni
Mynd: EPA
Chelsea 0 - 1 Arsenal
0-1 Emile Smith-Rowe ('16 )

Arsenal vann óvæntan sigur gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge í kvöld.

Arsenal tók forystuna í leiknum þegar 16 mínútur voru liðnar. Jorginho átti slaka sendingu til baka sem endaði næstum því í markinu en Kepa náði að bjarga. Það dugði þó skammt því í kjölfarið skoraði Emile Smith Rowe fyrsta mark leiksins.

Hægt er að sjá markið með því að smella hérna.

Chelsea hefur verið á fleygiferð undir stjórn Thomas Tuchel og þeir stjórnuðu ferðinni í kvöld. Chelsea átti 19 marktilraunir gegn fimm tilraunum hjá Arsenal. Chelsea var líka 68 prósent með boltann en þeim tókst ekki að finna leiðina inn í markið og það er það eina sem skiptir máli í fótbolta.

Chelsea er í fjórða sæti en Meistaradeildarbaráttan er mjög hörð. Arsenal er í áttunda sæti deildarinnar með 55 stig og þessi sigur gæti reynst mjög mikilvægur upp á það að komast í Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner