Englandsmeistarar Liverpool tóku á móti nýliðum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag og höfðu betur í fjörugum sjö marka leik.
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir og var Mohamed Salah bestur á vellinum, enda setti hann þrennu í 4-3 sigri.
Enginn annar leikmaður Liverpool þótti standa sig vel í dag að undanskildum Andy Robertson sem stóð sig vel í vinstri bakverðinum.
Virgil van Dijk fær aðeins 4 í einkunn þrátt fyrir að skora annað mark Liverpool á 20. mínútu leiksins. Hann gerðist sekur um slæm mistök þegar Patrick Bamford jafnaði tíu mínútum síðar.
Rodrigo Moreno, sem gekk í raðir Leeds fyrir metfé, fékk einnig 4 í einkunn. Hann kom inn af bekknum og braut afar klaufalega af sér innan teigs á lokamínútunum, sem gerði Salah kleift að skora jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu.
Mateusz Klich og Jack Harrison fá 8 fyrir sinn þátt og eru fjórir leikmenn Leeds sem fá 7 í einkunn.
Liverpool: Alisson (5), Alexander-Arnold (5), Gomez (6), Van Dijk (4), Robertson (7), Henderson (6), Wijnaldum (6), Keita (4), Salah (8), Firmino (6), Mane (5)
Leeds: Meslier (7), Ayling (6), Koch (5), Struijk (5), Dallas (6), Phillips (7), Klich (8), Harrison (8), Hernandez (6), Costa (7), Bamford (7)
Varamenn: Rodrigo (4)
Athugasemdir