Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   lau 12. september 2020 07:30
Aksentije Milisic
Man Utd að kaupa ungan leikmann frá Man City
Manchester United hefur náð samkomulagi við granna sína í Manchester City um kaup á hinum unga Charlie McNeill.

McNeill er 17 ára gamall en hann hafnaði nýjum samningi frá City. Leikmaðurinn mun kosta United 750 þúsund pund sem gæti hækkað í framtíðinni.

McNeill er sóknarmaður sem skorar mikið af mörkum og því eru bundnar vonir við að þetta verði framtíðarleikmaður fyrir Manchester United.

United átti að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni í gær en leiknum var frestað vegnað þess að United fær lengra frí vegna Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner