Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. september 2022 16:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þremur leikjum frestað (Staðfest)
Leik Man Utd gegn Leeds er frestað.
Leik Man Utd gegn Leeds er frestað.
Mynd: Getty Images
Leik Liverpool við Chelsea og var frestað.
Leik Liverpool við Chelsea og var frestað.
Mynd: EPA
Búið er að fresta þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi en hinir sjö munu fara fram.

Það var ekkert spilað í enska boltanum um síðustu helgi af virðingu við Elísabetu drottningu sem var 96 ára gömul þegar hún lést í síðustu viku.

Núna hefur þremur leikjum verið frestað vegna útfarar drottningarinnar á mánudaginn.

Búist er við gríðarlega miklum fólksfjölda í London um helgina og þarf lögreglan þar á miklum mannafla að halda.

Búið er að fresta leik Brighton og Crystal Palace sem átti að vera á laugardaginn og tveimur leikjum sem áttu að vera á sunnudaginn; Chelsea - Liverpool og Manchester United - Leeds.

Það þarf að vera mikill viðbúnaður hjá lögreglu í kringum þessa þrjá leiki, en það er einfaldlega ekki hægt að standa fyrir því núna um helgina.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
19:00 Nott. Forest - Fulham
19:00 Aston Villa - Southampton

Laugardagur:
11:30 Wolves - Man City
14:00 Newcastle - Bournemouth
16:30 Tottenham - Leicester

Sunnudagur:
11:00 Brentford - Arsenal
13:15 Everton - West Ham
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner