banner
   lau 12. október 2019 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola mun eyða 100 milljónum í janúar
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
John Aldrige, fyrrum leikmaður Liverpool og sparkspekingur, segir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eigi eftir að eyða pening í varnarmann í janúar.

Aymeric Laporte og John Stones eru frá vegna meiðsla en Laporte verður frá næstu sex mánuði eða svo.

City vantaði að bæta við varnarmanni í sumar en Nicolas Otamendi og Eric Garcia eru einu miðverðirnir sem eru heilir og þá hefur Fernandinho verið að leysa hlutverk Laporte.

Aldridge býst við því að City bæti við öðrum leikmanni en liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool eftir átta umferðir.

„Pep Guardiola er búinn að segja að hann muni ekki eyða peningum í janúar en ég býst samt við því að hann eyði allt að hundrað milljónum í miðvörð því hann veit að þessi vörn verður ekki nógu góð til að vinna deildina," sagði Aldridge.

„Hann virðist líka einbeittari á að vinna Meistaradeildina frekar en að vinna eitthvað á Englandi.Hann var hoppandi á hliðarlínunni í síðasta Meistaradeildarleik og fagnandi og vill skapa svipað andrúmsloft hjá City og Liverpool gerir á Anfield," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner