Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. október 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cloe byrjar nýtt tímabil vel í mögnuðu liði Benfica
Cloe Lacasse.
Cloe Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Benfica byrjar nýtt tímabil mjög vel í portúgölsku úrvalsdeildinni.

Í liði Benfica er Cloe Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV. Hún var markahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Hún skoraði 23 mörk í 15 leikjum.

Benfica var á toppnum með 42 stig úr 15 leikjum, eins og Sporting Lissabon. Markatala Benfica var töluvert betri þar sem liðið hafði skorað 101 mark og fengið á sig fjögur í þessum leikjum.

Það eru búnir þrír leikir á nýju tímabili og hefur Benfica unnið þá alla. Liðið er með markatöluna 18-1. Cloe er búin að skora fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum. Í öðrum leik tímabilsins, í 9-1 sigri á Atl. Ouriense, skoraði Cloe eitt og lagði upp fjögur til viðbótar.

Kvennalið Benfica var stofnað 2017 en liðið hefur á skömmum tíma náð yfirburðum í Portúgal. Liðið hefur skorað meira en 600 mörk á þremur tímabilum.

Cloe er 26 ára og fædd og uppalin í Kanada. Hún er hins vegar komin með íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið í fimm ár hjá ÍBV. Hún er hins vegar ekki enn gjaldgeng í landsliðið þar sem hún uppfyllir ekki kröfur FIFA um að vera lögleg með landsliðinu.

„Við erum að vinna í þeim hlutum með henni en á meðan hún uppfyllir ekki þær kröfur þá er lítið sem við getum gert í því. Það er miður því hún er frábær leikmaður sem kæmi sterklega til greina í landsliðið og hún nýst okkur vel. Eins og staðan er núna er hún ekki leikmaður íslenska landsliðsins og kemur ekki til greina í landsliðið að svo stöddu," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, í Pepsi Max-mörkunum fyrr á árinu.

„Þetta er búseta á Íslandi. Hún hefur ekki uppfyllt þær kröfur enn þá og er því ekki gjaldgeng í íslenska landsliðið en við erum að kenna réttarstöðuna í því."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner