Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 12. október 2020 12:10
Elvar Geir Magnússon
Letti dæmir á miðvikudaginn - Rússinn kemur ekki
Icelandair
Andris Treimanis.
Andris Treimanis.
Mynd: Getty Images
Búið er að skipta um dómara á leik Íslands og Belgíu á miðvikudaginn.

Flækjustig við ferðaáætlun gerir það að verkum að rússneski dómarinn Vitali Meskov sem átti að dæma leikinn mun ekki mæta til landsins.

Andris Treimanis frá Lettlandi mun dæma leikinn en hann á fjölda leikja að baki í Evrópudeildinni og einnig hefur hann dæmt hina ýmsu landsleiki.

Í síðustu viku dæmdi hann vináttulandsleik Frakklands og Úkraínu sem Frakkar unnu 7-1.

Hann hefur dæmt landsleik hjá Íslendingum áður, það var 1-1 jafntefli gegn Eistlandi í vináttulandsleik í Tallinn 2015. Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands.

Aðstoðardómarar á miðvikudaginn verða Haralds Gudermanis og Aleksejs Spasjonnikovs sem einnig eru frá Lettlandi en athygli vekur að fjórði dómarinn er skoskur, Kevin Clancy. Mjög óalgengt er að allir dómararnir fjórir séu ekki frá sama landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner