Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 12. nóvember 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pulisic farinn heim til Chelsea - Ake meiddist á fimmtu mínútu
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic hefur snúið heim til Chelsea og mun halda endurhæfingu sinni áfram þar. Hann missir af landsleikjum Bandaríkjanna gegn Wales og Panama.

„Christian er stór hluti af þessum hópi. Hann hefur verið að vinna í meiðslum en það segir mikið um hann að hann vildi vera hér með okkur á æfingum, í kringum strákana og halda áfram að vera leiðtogi í þessu liði," sagði Gregg Berhalter, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.

Pulisic missti af síðustu þremur leikjum Chelsea fyrir landsleikjahlé en búist er við því að hann verði klár ásamt Billy Gilmour og Kai Havertz eftir hlé.

Skellur fyrir Manchester City
Nathan Ake meiddist í leik Hollands og Spánar í gær og verður frá í einhvern tíma. Meiðslin eru aftan í læri og gæti hann misst úr nokkra leiki með Mancheser City.

Ake meiddist eftir einungis fimm mínútna leik, fann fyrir eymslum aftan í hægra læri, settist niður og þurfti að hætta leik. Inn kom Daley Blind, leikmaður Ajax. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem Sergio Canales og Donny van de Beek skoruðu mörkin.
Athugasemdir
banner
banner
banner