Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 12. nóvember 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Fékk loksins svör eftir félagaskiptin
Missir af næsta landsleik
Icelandair
Á að baki 34 landsleiki.
Á að baki 34 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fékk lausnina við vandanum þegar hún fór til Svíþjóðar.
Fékk lausnina við vandanum þegar hún fór til Svíþjóðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefni þar sem hún er að fara í aðgerð. Hún greindi frá því í samtali við Fótbolta.net í gær. Guðný er fastamaður í landsliðshópnum, á að baki 34 leiki og kom við sögu í báðum leikjunum gegn Bandaríkjunum í lok síðasta mánaðar.

Á föstudag verður landsliðshópur fyrir æfingaleik gegn Danmörku tilkynntur. Leikurinn fer fram 2. nóvember á Spáni.

„Heilt yfir var ég sjálf ánægð með Bandaríkjaferðina og fannst hljóðið í stelpunum vera á sömu leið. Við vorum að spila á móti besta liði í heimi, vorum að skapa fullt af færum og verjast þeim mestmegnis vel. Við hefðum alveg getað unnið þær eða allavega haldið út í jafntefli, sérstaklega í seinni leiknum."

„Mér fannst brotið á mér í fyrsta markinu þeirra í seinni leiknum. Við fengum mörk á okkur í lokin, en þær eru bara góðar og héldu alltaf áfram. Heilt yfir var þetta jákvætt. Í keppnisleikjum hefðum við kannski gert eitthvað öðruvísi á lokakaflanum, í æfingaleik er bara planinu haldið áfram og margir að fá tækifæri,"
segir Guðný um leikina gegn Bandaríkjunum.

Telur ítalska félagið hafa vitað hvað var að hrjá hana
„Ég held að ég sé ekki að fara í næsta landsliðsverkefni, er að fara í aðgerð á fæti núna á næstunni."

Þau meiðsli hafa verið að hrjá Guðnýju í talsverðan tíma, frá því að hún var leikmaður ítalska félagsins AC Milan en hún söðlaði um og samdi við Kristianstad í Svíþjóð síðasta vetur.

;,Ég er búin að vera spila í gegnum meiðsli í langan tíma, búin að vera drepast í tánum lengi. Það fyrsta sem Svíarnir sögðu mér þegar ég kom var hvað þetta væri og það væri ekkert mál að losna við þetta. Þetta er einhver taugaverkur í tánum og þarf að losna við þetta. Þetta er mjög einföld aðgerð og ég verð orðin klár þegar næsta tímabil byrjar."

„Þetta byrjaði þegar ég var hjá Mílan, búin að glíma við þetta í þrjú ár og er ekki alltaf jafn slæmt. HJá Mílan var mér ekkert sagt hvað þetta væri, en ég held þau hafi vitað það. Ég allavega fékk að vita hvað væri að strax og ég kom hingað. Ég er að fara í aðgerð til að laga það,"
segir Guðný.
Athugasemdir
banner
banner
banner