Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 11. nóvember 2024 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Guðný útskýrir bónorðið til Hlínar
,,Allur bærinn í því að reyna halda henni"
Skemmtilegt uppátæki.
Skemmtilegt uppátæki.
Mynd: Kristianstad
Mynd: Kristianstad
Mynd: Kristianstad
Þær Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru saman á athyglisverði mynd sem sænska félagið Kristianstad birti á samfélagsmiðlum í gær.

Á myndinni var eins og Guðný væri að biðja Hlínar og best að lýsa viðbrögðunum með því að benda á myndina sem sjá má hér til hliðar.

Fótbolti.net ræddi við Guðnýju í dag og var hún spurð út í myndina.

„Þetta er alveg rosalegt djók," segir Guðný og hlær. „Við fengum medalíu fyrir að enda í 4. sæti, sem er held ég eini staðurinn í heiminum þar sem það tíðkast. Medalían er í þessu boxi sem ég er með opið á myndinni. Þetta er fín medalía, en svolítið sérstakt að fá hana fyrir að enda í 4. sæti."

„Ég veit ekki alveg hvernig þessi hugmynd kom upp. Við vorum aðallega að hlæja að því að fá medalíu fyrir 4. sætið. Í Svíþjóð fær 4. sætið brons, 3. sætið fær litla silfur og 2. sætið silfur og meistararnir fá gull. Við vorum búnar að gleyma því fyrir leik að við fengjum medalíu eftir leikinn. Við tókum á móti þeim, fengum þær í svona boxi eins og trúlofunarhringur. Við lékum okkur því með þetta. Við bjuggumst reyndar ekki við því að þetta væri bæði í sjónvarpinu og fyrir framan ljósmyndara. Við settum upp smá leikþátt sem ég held að fólk hafi haft gaman af."

„Sjónvarpsútsendingin var sem sagt ekki búin og sá sem var að lýsa leiknum hló að okkur, fannst þetta fyndið uppátæki. Við fengum mörg myndbönd af þessu send eftir leik, fólk að hlæja að okkur, vissum ekki að þetta væri í beinni."

„Þær Hlín og Katla eru miklu betri en ég í því að leika, þær þurftu að setja upp svip og það eina sem ég þurfti að gera var að fara niður á hnéð. Ég gerði það einfalda, brosti til Hlínar og opnaði boxið, og lét þær um leikþáttinn. Ég hefði aldrei getað verið í hinu hlutverkinu."


Endaði næstmarkahæst í deildinni
Hlín er að verða samningslaus en hún átti frábært tímabil, skoraði fimmtán mörk og endaði næstmarkahæst í sænsku deildinni. Hún er að renna út á samningi.

„Ég er þarna að biðja Hlín um að vera áfram í Kristianstad," segir Guðný.

„Hún hefur alltaf verið þvílíkt öflug, þetta tímabil sýnir hversu góð hún er. Tölfræðilega, ef horft er í hina markaskorarana og hversu mörg mörk liðin þeirra skoruðu, þá sést hversu hátt hlutfall marka hennar er. Hún getur skorað gegn öllum liðum. Hún á tvö af þremur mörkum sem tilnefnd eru sem mörk tímabilsins, þar tekur hún bara hlutina í sínar hendur og klárar leikinn fyrir okkur. Hún er alveg geggjuð, geggjaður leikmaður og erfitt fyrir alla að eiga við hana."

Katla mun ná langt
Katla var á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og náði að stimpla sig vel inn í lið Kristianstad.

„Hún var fljót að því, strax komin inn í liðið. Hún smellpassaði inn, spilaði alla leiki og maður veit að hún skilar sínu. Hún er ótrúlega góð í fótbolta og skemmtileg stelpa líka. Geggjað tímabil hjá henni, hún mun ná langt í boltanum, það er alveg klárt."

Allur bærinn að reyna halda Hlín
Guðný er samningsbundin Kristianstad áfram og Katla sömuleiðis.

„Ég veit ekki með Hlín, það er væntanlega einhver áhugi annars staðar frá á henni. En auðvitað vil ég vera með hana áfram hér. Það er allur bærinn í því að reyna halda henni hér held ég, en við verðum að sjá til," segir Guðný.
Athugasemdir
banner
banner
banner