Það er möguleiki að Erik ten Hag verði ekki lengi atvinnulaus.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United undir lok síðasta mánaðar eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United undir lok síðasta mánaðar eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
En núna segir Gazzetta dello Sport frá því að Ten Hag sé til umræðu hjá ítalska félaginu Roma.
Roma er í stjóraleit eftir að félagið rak Ivan Juric um liðna helgi í kjölfarið á 3-2 tapi gegn Bologna.
Króatinn Juric tók við eftir umdeildan brottrekstur Daniele De Rossi en illa hefur gengið hjá liðinu og stuðningsmenn Roma bauluðu á hann fyrir leikinn gegn Bologna. Margir vilja meina að það hafi verið stór mistök að reka De Rossi.
Þá mætti Juric ekki í viðtal við sjónvarpsrétthafan fyrir leikinn og talið er að búið hafi verið ákveðið að láta hann fara áður en leikurinn hófst. Hann neitaði svo að ræða við blaðamenn eftir leikinn.
Roberto Mancini hefur verið orðaður við Roma og Ten Hag er það líka. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir