Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 12. nóvember 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lisandro Martínez dregur sig úr argentínska hópnum
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn smávaxni Lisandro Martínez verður ekki með argentínska landsliðshópnum í landsleikjahlénu vegna meiðsla.

Hann var kallaður upp í landsliðshópinn en þurfti að draga sig úr honum vegna meiðslanna og verður því kyrr í Manchester næstu vikur.

Martínez er 26 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Manchester United í síðustu leikjum.

Hann spilaði 90 mínútur í 3-0 sigri gegn Leicester City um síðustu helgi en varð fyrir hnjaski og fer því ekki með í langt ferðalag til Suður-Ameríku.
Athugasemdir
banner