Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. janúar 2023 21:09
Ívan Guðjón Baldursson
Sölvi Snær í ótímabundið frí frá fótbolta (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Snær Guðbjargarson hefur ákveðið að taka sér hvíld frá fótbolta tæpum tveimur árum eftir að hafa skrifað undir langtímasamning við knattspyrnudeild Breiðabliks.


Sölvi Snær gerði samning sem gildir til október 2024 og ákváðu Blikar að hleypa honum í ótímabundið leyfi að hans eigin ósk.

Hann er fæddur 2001 og spilaði 21 leik í deild og bikar á tveimur árum hjá Blikum auk þess að taka þátt í þremur Evrópuleikjum. Sölvi skoraði þrjú mörk í níu leikjum er Breiðablik vann Bestu deildina í fyrra en hefur verið að glíma við tíð meiðsli.

 „Sölvi kom að máli við okkur Óskar Hrafn í upphafi vikunnar og tjáði okkur að hann óskaði eftir að taka sér hvíld frá knattspyrnu, þar sem að hann teldi sig ekki geta gefið 100% af sér til verkefnisins," segir Ólafur Kristjánsson, yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki.

„Þaðan fór erindið inn á mitt borð og höfum við Sölvi rætt málið og niðurstaðan er þessi. Sölvi fær leyfi frá æfingum og keppni hjá félaginu á meðan þetta er staðan, en honum er velkomið að byrja aftur hjá okkur ef staða mála breytist, enda Sölvi hæfileikaríkur leikmaður og einstaklega góður drengur sem er vel liðinn af öllum í félaginu. Sölvi hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann kom í Breiðablik og hefur ekki alveg náð samfellu í æfingum og keppni. Hefur það eflaust haft áhrif á ákvörðun hans.“

Sölvi Snær tók undir orð Ólafs um vellíðan innan herbúða Breiðabliks en vanlíðan vegna tíðra meiðsla.

„Hvað tekur við, veit ég ekki en ég ætla að byrja á því að reyna að ná mér meiðslalausum og sjá hvort að neistinn komi aftur. Hvort ég muni snúa aftur á þessu ári eða seinna verður tíminn að leiða í ljós," sagði Sölvi Snær.


Athugasemdir
banner
banner
banner